Gagnaglímufélag Íslands (661021-2170) var stofnað 14. september, 2021, en hafði þá starfað í óformlegri mynd frá árinu 2020. Aðalmarkmið félagsins er að halda utan um þátttöku Íslands í Netöryggiskeppni Evrópu, European Cybersecurty Challenge (ECSC). Félagið sér um framkvæmd Netöryggiskeppni Íslands, Gagnaglímunnar, sem notuð er til að velja keppnishóp Íslands fyrir ECSC. GGFÍ sinnir einnig þjálfun keppnishópsins og stendur einnig fyrir öðrum viðburðum tengdum netöryggi, sem samrýmast markmiði GGFÍ um að efla þekkingu og færni á sviði netöryggis á Íslandi.

Stjórn félagsins

Stjórn Gagnaglímufélags Íslands skipa

Hjalti Magnússon, formaður
Níels Ingi Jónasson, gjaldkeri
Lára Herborg Ólafsdóttir, meðstjórnandi
Heiðar Karl Ragnarsson, varamaður

Stjórn þessi var kosin á síðasta aðalfundi GGFÍ, þann 22. janúar, 2023.

Merki félagsins

Merki gagnaglímufélagsins sækir innblástur til galdrastafsins gapaldurs. Gapaldur var einn tveggja galdrastafa sem notaðir voru við glímugaldur, en glímukappar rituðu þá stafinn á blað eða ristu á spón og lögðu undir hæl hægri fótar. Galdurinn átti þá að tryggja glímukappanum sigur undir ákveðnum kringumstæðum.