Gagnaglímufélag Íslands var stofnað með það að markmiði að efla netöryggisþekkingu íslenskra ungmenna. Félagið sér um þátttöku Íslands í Netöryggiskeppni Evrópu, European Cybersecurity Challenge (ECSC), ásamt undirbúningi og þjálfun keppnishópsins. Kepnishópurinn er valinn á grundvelli frammistöðu í Netöryggiskeppni Íslands, Gagnaglímunni, sem GGFÍ stendur fyrir og heldur árlega.
Fréttir úr starfi félagsins
Landskeppni Gagnaglímunnar 2023 #
Landskeppni Gagnaglímunnar verður haldin dagana 3. og 4. júní, frá 9 til 16, í Háskólanum Í Reykjavík í stofu M201. Opið verður fyrir heimsóknir á meðan keppninni stendur, og hvetjum við sem flesta að líta í heimsókn, en einnig verður hægt að fylgjast með framvindu keppninnar á https://finals.ggc.tf.
Niðurstöður keppninnar verða svo kynntar á verðlaunaafhendingu kl. 16:15, sunnudagin 4. júní, í stofu V102, og verður hún einnig opin öllum.
Forkeppnin hafin #
Forkeppni Gagnaglímunnar er hafin og mun standa yfir til miðnættis 30. apríl. Keppnin mun fara fram á https://ggc.tf og er búið að opna fyrir skráningu!
Við minnum á að keppnin er öllum opin og hvetjum alla til þátttöku.