Opið fyrir skráningar í forkeppnina
Keppnissíðan er komin í loftið á 0xa.is og þar er hægt að skrá sig, en keppnin hefst stundvíslega á miðnætti 1. febrúar (2021-02-01T00:00:00 GMT). Keppnin stendur yfir í 15 daga, eða fram til miðnættis 15. febrúar (2021-02-15T23:59:00 GMT)
Við ítrekum að forkeppnin er opin öllum, óháð aldri! Endilega heyrið í okkur, og hvort öðru, á Discord.
Skráning
Ef þú ert á aldrinum 14-25 ára og hefur áhuga á að taka þátt í landskeppni Netöryggiskeppni Íslands og mögulega keppa fyrir Íslands hönd í Netöryggiskeppni Evrópu, þá óskum við þess að þú gefir upp kennitölu og nafn, svo hægt sé að ganga úr skugga um að þú uppfyllir keppnisskilyrði. Þessar upplýsingar verða aldrei birtar opinberlega á keppnissíðunni. Ef þessar upplýsingar eru ekki skráðar er gengið út frá því að sá keppandi hafir ekki áhuga á að taka þátt í landskeppninni. Ef þú ert óviss hvort þú vilt taka þátt, þá getur þú alltaf bætt þessum upplýsingum við eftirá.
Einu upplýsingar sem munu birtast opinberlega um keppendur á keppnissíðunni er notendanafn sem keppendur velja sjálfir.
Hvernig dæmi eru þetta?
Dæmin eru af ýmsum toga og spanna allan skalann frá því að krefjast engrar sérstakrar tæknilegrar þekkingar upp í það að krefjast djúprar tæknilegrar þekkingar. Allir ættu því að geta fundið verkefni við hæfi, en mikilvægast er þó að hafa gaman og reyna að læra eitthvað nýtt!