Forkeppnin á næsta leyti
Forkeppni Gagnaglímunnar 2022 er handan við hornið, en hún hefst 11. mars. Öllum er frjálst að taka þátt í keppninni, ungum sem öldnum, en aðeins þeir sem hafa keppnisrétt í ECSC geta unnið þáttökurétt í landskeppninni.
Núna er tækifærið til að frelsa sinn innri hakkara og skora á vinnufélagana, skólafélagana, vinina og fjölskylduna að gera slíkt hið sama.