Fréttir
Nýjustu upplýsingar um viðburði GGFÍ
Landskeppni Gagnaglímunnar 2023 #
Landskeppni Gagnaglímunnar verður haldin dagana 3. og 4. júní, frá 9 til 16, í Háskólanum Í Reykjavík í stofu M201. Opið verður fyrir heimsóknir á meðan keppninni stendur, og hvetjum við sem flesta að líta í heimsókn, en einnig verður hægt að fylgjast með framvindu keppninnar á https://finals.ggc.tf.
Niðurstöður keppninnar verða svo kynntar á verðlaunaafhendingu kl. 16:15, sunnudagin 4. júní, í stofu V102, og verður hún einnig opin öllum.
Forkeppnin hafin #
Forkeppni Gagnaglímunnar er hafin og mun standa yfir til miðnættis 30. apríl. Keppnin mun fara fram á https://ggc.tf og er búið að opna fyrir skráningu!
Við minnum á að keppnin er öllum opin og hvetjum alla til þátttöku.
Landskeppninni lokið #
Landskeppnin fór fram 25. maí samhliða UTmessunni. Alls tóku 18 þátt í keppninni og glímdu þau við 14 verkefni í 8 klukkustundir. Keppnin reyndist æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrr en undir blálokin.
Nánari upplýsingar um keppnina má finna hér.
Forkeppnin hefst #
Jæja, þá er komið að því! Forkeppni Gagnaglímunnar fer í loftið stundvíslega kl. 20:00 11. mars og mun standa yfir til miðnættis 27. mars. Keppnin mun fara fram á https://ggc.tf og er búið að opna fyrir skráningu! Núna er bara að skrá sig og hita upp hakkið!
Forkeppnin á næsta leyti #
Forkeppni Gagnaglímunnar 2022 er handan við hornið, en hún hefst 11. mars. Öllum er frjálst að taka þátt í keppninni, ungum sem öldnum, en aðeins þeir sem hafa keppnisrétt í ECSC geta unnið þáttökurétt í landskeppninni.
Núna er tækifærið til að frelsa sinn innri hakkara og skora á vinnufélagana, skólafélagana, vinina og fjölskylduna að gera slíkt hið sama.
Landskeppninni lokið #
Landskeppnin fór fram dagana 20. mars og 21. mars. Alls tóku 19 þátt í keppninni og glímdu þau við 24 verkefni í 36 klukkustundir. Keppnin reyndist æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrr en undir blálokin.
Upptaka af kynningu á niðurstöðum keppninnar má finna á Twitch síðu keppninnar og ítarlegri upplýsingar má nálgast hér.
Landskeppnin #
Landskeppnin hefst á morgun, 20. mars kl. 08:00 og stendur yfir í 36 klst, eða til 21. mars kl. 20:00.
Hægt verður að fylgjast með stöðu keppninnar á finals.0xa.is. Athugið þó að stigataflan hættir að uppfærast á sunnudagseftirmiðdeginum, til að halda spennu undir lok keppninnar.
Úrslitin verða svo kynnt í beinni útsending á Twitch upp úr 20:00 á sunnudeginum. Öllum er frjálst að fylgjast með.
Forkeppninni er lokið #
Forkeppninni lauk rétt fyrir miðnætt í gær. Við viljum þakka öllum sem tóku þátt.
Núna munum við fara yfir niðurstöður keppninnar og bjóða þeim sem hafa keppnisrétt að taka þátt í landskeppninni.
Niðurstöður keppninnar má finna á https://0xa.is/scoreboard.
Bankarán í beinni #
Ertu forvitin(n) um hvernig raunverulegir öryggisgallar líta út? Langar þig að verða vitni að bankaráni?
Sparion er nýr banki sem ætlar að herja inn á íslenskan markað á næstunni. Bankinn hefur látið útbúa netbanka, en netbankinn var hannaður og smíðaður af hugbúnaðarfyrirtæki sem er ekki þekkt fyrir að setja öryggi í fyrsta sæti.
Starfsmenn Syndis ætla að gera úttekt á netbanka Sparion í beinni útsendingu og kynna um leið nokkra þekkta öryggisgalla sem hafa verið misnotaðir í raunverulegum netárásum.
Kynningin, sem er opin öllum, óháð tækniþekkingu, fer fram milli 13:00 og 14:00, laugardaginn 6. febrúar, og er hluti af tæknidegi UTmessunnar.
Skráðu þig á viðburðinn á Facebook svo þú missir örugglega ekki af ráninu!
Forkeppnin er hafin! #
Forkeppnin er hafin á 0xa.is og stendur yfir til 15. febrúar. Allir mega taka þátt, óháð aldri.
Opið fyrir skráningar í forkeppnina #
Keppnissíðan er komin í loftið á 0xa.is og þar er hægt að skrá sig, en keppnin hefst stundvíslega á miðnætti 1. febrúar (2021-02-01T00:00:00 GMT). Keppnin stendur yfir í 15 daga, eða fram til miðnættis 15. febrúar (2021-02-15T23:59:00 GMT)
Við ítrekum að forkeppnin er opin öllum, óháð aldri! Endilega heyrið í okkur, og hvort öðru, á Discord.
Forkeppnin #
Nú styttist óðfluga í forkeppnina, en hún hefst 1. febrúar. Öllum er frjálst að spreyta sig á forkeppninni, óháð aldri og þjóðerni. Verkefnin eru af ýmsum toga og af öllum erfiðleikastigum, þannig allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Setjið keppnina í dagatalið og skráið ykkur á Facebook!
Nú styttist í forkeppnina #
Forkeppnin er handan við hornið, en hún hefst 1. febrúar. Öllum er frjálst að taka þátt í keppninni, ungum sem öldnum, en aðeins þeir sem hafa keppnisrétt í ECSC geta unnið þáttökurétt í landskeppninni.